7.7.2007 | 13:31
Gott framtak hjá SSV
Það er gott framtak hjá ykkur hjá SSV. Aldrei fyrr hefur verið meiri þörf á að standa saman því ekki hefur verið eins harkalega vegið að byggðum landsins og nú. Sjávarútvegs- og forsætisráðherra eru að mínu mati týndir í 101 Reykjavík og virðast lítið sjá uppfyrir Ártúnsbrekku eða suður fyrir Straumsvík. Og svo kallaðar hliðaraðgerðir eins og utanríkisráðherra nefndi mundu m.a. felast í því að gefa konum á Vestfjörðum tækifæri til frekara náms. Hverskonar grín er er í gangi.
Staðbundin áhrif vegna þorskaflasamdráttar fimm milljarðar á Vesturlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér að framtak SSV er gott. Hugsanlega geta áhrifin af skerðingunni orðið enn meiri. Dregur úr framtaki fyrirtækja og einstaklinga við viðhald og endurnýjun samhliða lækkuðum tekjum. Ríkisstjórnin hefði betur gert í að huga að þessum staðbundnu áhrifum og komið fram með einhverjar raunhæfar fyrstu tillögur samhliða þessari ákvörðun. Það er nokkuð ljóst að þeir sem hafa þurft að leigja til sín kvóta eiga sér enga möguleika.
Hagbarður, 7.7.2007 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.